*

Jólin 15. desember 2017

Ekta jólakakó í aðventunni

Heitt kakó í fallegum bolla með íslenskum rjóma er fullkominn drykkur í kuldanum.

Thelma Þorbergsdóttir, matarbloggari er ein þeirra sem að bloggar á heimasíðu MS en þar sem hún deildir uppskriftum að dýrindis kökum, brauðum, mat og fleiru. Eftir vinnu rak hinsvegar augun í uppskrift að ekta kakó-ið sem er vægast sagt tilvalið að búa til í kuldanum þessa dagana. Svo eru aðeins nokkrir dagar til jóla og þá er fátt jólalegra en góður kakóbolli.

Heitt kakó fyrir 4-6 

Innihald

40 g kakó
150 g sykur
¼ tsk salt
1 dl vatn
8 dl mjólk

Toppur:

Þeyttur rjómi og súkkulaðispænir 

Aðferð:

Blandið kakói, sykri og salti saman í pott. Sjóðið vatn í örbylgju eða öðrum potti, hellið því saman við kakóblönduna og hrærið. Hrærið í rúmlega 2 mínútur eða þar til örlítil suða kemur upp. Blandið mjólkinni saman við og hrærið vel saman við. Hitið þar til nægilega heitt. Berið fram með þeyttum rjóma og súkkulaðispónum. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is