*

Bílar 10. október 2021

Eldingin kemur á næsta ári

Ford F-150 Lightning rafpallbíllinn fær talverða samkeppni þegar hann kemur út á næsta ári.

Talsverð eftirvænting ríkir fyrir nýja rafmagnaða pallbílnum Ford F-150 Lightning sem kynntur var í byrjun sumars með mikilli viðhöfn.

Það er óneitanlega mikil pressa á Ford að vel takist til við bílinn því hann þarf að keppa við öflugan flokk rafdrifinna pallbíla eins og Hummer EV, Chevy Silverado, Rivian og Tesla Cybertruck, svo nokkrir séu nefndir til sögunnar.

Ford F-150 Lightning mun koma í sölu á næsta ári. Drægni bílsins verður rúmlega 500 kílómetrar. Útlitslega verður hann mjög svipaður öðrum F-150 bílum en að framan verður þó díóðuljósalína sem nær á milli aðalljósanna, sem aðgreinir hann frá öðrum F-150 pallbílum.

Eldingin verður búin nýjum 12 tommu upplýsingaskjá ásamt stafrænu mælaborði. Ford ætlar ekkert að spara til með þessum nýja pallbíl, það er eitt sem víst er.

Stikkorð: Ford  • Lightning  • F-150