*

Menning & listir 26. júní 2018

Elísabet fær boð í Óskarsverðlaunanefndina

Elísabet Ronaldsdóttir hefur verið boðið að sitja í nefnd sem sér um að tilnefna einstaklinga til Óskarsverðlauna.

Elísabetu Ronaldsdóttur hefur verið boðið að sitja í nefnd sem sér um að tilnefna einstaklinga til Óskarsverðlauna. 

Elísabet er klippari og hún sá meðal annars um klippingu á myndunum Deadpool 2 og Atomic Blonde. 

Aðrir sem fengu boð í nefndina voru leikkonan Daisy Ridley í Star Wars: The Force Awakens, grínistinn Dave Chappelle,  tónlistamaðurinn Kendrick Lamar, og Harry Potter höfundurinn J.K. Rowling.