*

Sport & peningar 16. febrúar 2013

Ellefu milljóna kaupauki

Leikmenn Baltimore Ravens, sigurvegarar Super Bowl í ár, eiga von á vænni bónusgreiðslu fyrir sigurinn.

Hver leikmaður Baltimore Ravens, sigurvegara Super Bowl í ár, fær rúmlega 11 milljónir króna í bónus­greiðslu fyrir sigurinn.

Í dollurum talið nemur upphæðin 88 þús­undum. Leikmenn tapliðsins, San Francisco 49ers, fá helmingi minna eða 44 þúsund dollara.

Upphæðin er sú sama og í fyrra þegar New York Giants sigruðu New England, samkvæmt frétt Athlon Sports íþróttafréttaveitu. 

Stikkorð: Super Bowl