*

Tölvur & tækni 10. september 2015

Elon Musk vill varpa kjarnorkusprengjum á Mars

Forstjóri Tesla hefur áhugaverðar hugmyndir til að gera Mars að mögulegu framtíðarheimili jarðarbúa.

Elon Musk, hinn sérvitri forstjóri Tesla Motors og SpaceX, telur að hægt sé að gera plánetuna Mars íbúðarhæfa fyrir mannfólkið með því að sleppa kjarnorkusprengjum þar.

Musk var gestur í kvöldþætti grínistans Stephen Colbert á miðvikudagskvöld og líkti þáttarstjórnandinn honum við Tony Stark, sem er betur þekktur sem teiknimyndasöguhetjan Iron Man.

Colbert spurði síðan af hverju ætti fólk ætti að vilja að búa á mars. Musk sagði að það væri fræðilega mögulegt með því að hita upp plánetuna á tvennan hátt.

Fljótlegasta leiðin til að hita upp Mars samkvæmt Musk er að varpa kjarnorkusprengjum á póla plánetunnar. Hægari leiðin væri svo að dæla gróðurhúsalofttegundum á Mars til að hita upp plánetuna á nokkrum árum.

Musk hefur lengi verið þekktur fyrir athyglisverðar hugmyndir. Hann er meðal annars á því að vélmenni og gervigreind ógni framtíð mannkynsins. Hefur hann lofað 10 milljónum dollara í rannsóknir til að koma í veg fyrir að gervigreind verði ill.

Stikkorð: tækni  • Elon Musk  • kjarnorkusprengjur  • mars