*

Tölvur & tækni 11. desember 2011

Eltingaleikur við dreka sló í gegn

Tölvuleikurinn The Elder Scrolls V: Skyrim var valinn leikur ársins á verðlaunahátíðinni Spike Video Game Awards um helgina.

Tölvuleikurinn The Elder Scrolls V: Skyrim var valinn leikur ársins á verðlaunahátíðinni Spike Video Game Awards sem fram fór í Los Angeles í Bandaríkjunum á laugardag. Tölvuleikjaframleiðandinn Bethesda Softworks sem framleiðir Skyrim-leikina var jafnframt valið fyrirtæki ársins.

Þetta var níunda árið í röð sem verðlaunahátíðin var haldin.

Á meðal annarra tölvuleikja sem voru í sviðsljósinu á hátíðinni var Portal 2 sem hlaut fimm verðlaun, þar á meðal var hann valinn besti tölvuleikurinn fyrir PC-tölvur.

Mortal Kombat hlaut verðlaun sem besti bardagaleikurinn, besta grafíkin þótti var í Unchardted 3: Drakes Deception og Call of Duty: Modern Warfare 3 var valinn besti skotleikurinn.

Skjáskot úr The Elder Scrolls V: Skyrim

Stikkorð: Skyrim  • Tölvuleikur