*

Menning & listir 16. desember 2013

Emilia Clarke leikur Söruh Connor

Stjarna úr Game of Thrones leikur í nýjum Terminatior-myndum. Schwarzenegger verður með í myndunum.

Emilia Clarke, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í Game of Thrones, mun leika í nýjum Terminator myndum. Clarke mun fara með hlutverk Söruh Connor. Alan Taylor, sem leikstýrði Game of Thrones, mun leikstýra nýju myndunum.

Vefur Deadline segir að samningaviðræður standi yfir við Jason Clarke um að hann leiki John Connor. Þá hefur fengist staðfest að Arnold Schwarzenegger muni leika í myndunum.