*

Hitt og þetta 19. júní 2013

Emirates valið besta flugfélag í heimi

Emirates er komið á toppinn á ný yfir bestu flugfélög í heimi en meira en áratugur er síðan flugfélagið var valið hið besta í heimi.

Flugfélagið Emirates hefur verið valið besta flugfélag í heimi hjá Skytrax World Airline Awards. CNN segir frá þessu í dag.

18,2 milljónir farþega í 160 löndum dæma flugfélög alveg frá þrifnaði og upp í gæði á mat og skemmtun um borð.

Emirates sem er staðsett í Dubaí vann fyrstu verðlaun árið 2001 og 2002 en hefur ekki komist á toppinn aftur fyrr en nú.

Önnur verðlaun sem voru veitt eru hér:

  •  Flugfélag ársins: Emirates
  • Besta áhöfnin: Cathay Pacific
  • Besta lággjaldaflugfélagið: Air Asia
  • Besta almennafarrýmið: Garuda Indonesia
  • Besta premiumfarrýmið: Air New Zealand
  • Besta viðskiptafarrýmið: Qatar Airways
  • Besta fyrsta farrýmið: Etihad Airways

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Flugfélög  • Emirates