*

Bílar 27. október 2017

Endurhannaður Ford Fiesta

Ný kynslóð af Ford Fiesta verður frumsýnd hér á landi næsta laugardag.

Ford Fiesta hefur verið endurhannaður frá grunni með gjörbreyttum framenda, rennilegum framljósum og straumlínulaga línum eftir öllum bílnum. 
Ford Fiesta er búinn Ecoboost verðlaunavélinni sem hefur komið vel út. Í boði eru 85 til 125 hestafla bensínvélar. Togið í þeim er 108 til 170 Nm.

Nýr Ford Fiesta er fáanlegur í fjórum útfærslum sem er misvel búnar.  Fiesta er með upphitanlegri framrúðu sem gerir það að verkum að ökumaður þarf aldrei að skafa, Easy Fuel eldsneytisáfyllingarkerfi án bensínloks, veglínuskynjara og Ford My Key sem getur takmarkað hámarkshraða, t.d fyrir unga og óreynda ökumenn. Nýr Ford Fiesta verður frumsýndur hjá Brimborg nk. laugardag laugardag klukkan 12 til 16 í sýningarsölum Ford að Bíldshöfða 6 í Reykjavík og Tryggvabraut 5 á Akureyri.