*

Tölvur & tækni 1. september 2014

Engin landamæri í hugbúnaðargeiranum

Mikill uppgangur hefur verið hjá hugbúnaðarfyrirtækinu TM Software síðustu árin.

Kári Finnsson

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem þekkir vel til hugbúnaðargeirans á Íslandi að TM Software hefur verið í örum vexti síðustu ár. Vöxtur fyrirtækisins hefur af miklu leyti komið til vegna aukinna umsvifa þess út fyrir landsteinana og ekki síst vegna Tempo hugbúnaðarlausna sem hafa gert garðinn frægan erlendis.

„Þetta fór allt að snúast til betri vegar hjá okkur eftir hrun,“ segir Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri TM Software, um viðsnúning síðustu ára. „Þá fórum við að líta inn á við og könnuðum hvernig við gætum búið okkur til verðmæti á móti þessum samdrætti. Það herti okkur öll og við fundum svið þar sem við vorum með mikla styrkleika og með mikla þekkingu. Við höfðum trú á því að þessi þekking og þær vörur sem við vorum að snerta á eftir hrunið gætu átt erindi erlendis. Þannig varð Tempo-varan til og á fjórum árum er hún orðin vara sem er seld í meira en 100 löndum og með yfir 5.000 viðskiptavini og ég held að tekjurnar verði eitthvað í kringum 600 milljónir í ár. Auðvitað var heppni í þessu en þetta sýnir líka getuna hérna á Íslandi í þessu fólki og þessu umhverfi sem er hér.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.