*

Ferðalög 23. október 2013

Engin venjuleg ferðalög

Hvernig væri að heimsækja hvert einasta land í heimi án þess að stíga upp í flugvél?

Margir gera alltaf eitthvað ákveðið þegar þeir ferðast eins og að fá sér krækling eða synda í sjónum ef færi gefst. En síðan er til fólk sem tekur þetta alla leið og setur sér mjög áhugverð og ýkt markmið eins og til dæmis að hjóla þvert yfir Bandaríkin eða ferðast með öllum strætisvagnaleiðum í Buenos Aires.

Í skemmtilegri grein á The Guardian eru fjallað um fólk sem á það allt sameiginlegt að ætla gera fáránlegustu hluti fyrir sem minnstan pening og oft á mörgum árum.

Graham Hughes frá Liverpool ákvað að heimsækja öll lönd í heimi án þess að fljúga. Hann byrjaði í Úrugvæ í janúar 2009 og náði takmarkinu í Rússlandi í lok janúar á þessu ári. Graham ákvað að keyra ekki sjálfur og nota almenningssamgöngur þegar hægt var.

Allison Nadler frá Massachusetts í Bandaríkjunum ákvað að klífa hvern einasta tind í New England. Hún byrjaði á klifrinu í júní 2011 og stefnir á að klára það nú í október. Síðustu tvö árin hefur hún klifið 67 fjöll sem eru yfir 1200 metrar.

Peter Davies frá Ástralíu ákvað að heimsækja hverja einustu neðanjarðarlestarstöð í Mexíkóborg. Hann hóf för sína um borgina í janúar 2012 og kláraði hana í júlí sama ár. Hann bloggaði um hverja einustu stöð en þær voru 147 talsins.

Hér má lesa nánar um fleira fólk sem setti sér óvenjuleg markmið á flakki sínu um heiminn. 

Stikkorð: Gaman  • Furðulegt  • Markmið