*

Bílar 5. mars 2014

Enginn geislaspilari í nýjum Toyota Aygo

Nýr Toyota Aygo var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Genf í gær.

Toyota kynnti nýjan Aygo á bílasýningunni í Genf í gær. Nýr Aygo er talsvert breyttur frá forveranum bæði að innan og utan. X-laga innfelling á framenda sem útfæra má á mismunandi vegu verður einkennandi fyrir nýjan Aygo. Nöfn á mismunandi útfærslum bílsins eru sótt í þessa hönnun og má þar nefna Aygo x-Play, Aygo x-Wave og Aygo x-Cite.

Nýi bíllinn er betur búinn og með bættum öryggisbúnaði. Það vekur athygli að ekki verður geislaspilari í nýjum Aygo. Stuðst verður við Aux og USB tengi til að streyma tónlist af spilurum.

Bíllinn verður kynntur á Íslandi í byrjun september nk. Til að byrja með verða þrjár útfærslur í boði á Íslandi; Aygo x-Play, Aygo x-Wave og Aygo x-Cite.

Stikkorð: Toyota Aygo