*

Menning & listir 24. mars 2014

Enginn gerir stuttmynd til að græða

Sharon Badal á Tribeca-hátíðinni segir stuttmyndir gegna hlutverki nafnspjalds innan kvikmyndaiðnaðarins.

Kári Finnsson

„Enginn rithöfundur efnast á einni smásögu, hann getur í besta falli gefið út safn smásagna til að geta átt möguleika á að efnast. Fyrir mér eru þetta mjög svipuð frásagnarform,“ segir Sharon Badal, yfirskipuleggjandi Tribeca-stuttmyndahátíðarinnar, spurð að því hvort einhver markaður sé fyrir stuttmyndagerð. Hún segir í samtali við Viðskiptablaðið engan gera stuttmynd til að græða.

„Ég held að tæknin hafi breytt öllu því að nú hafa kvikmyndagerðarmenn aðgang að nokkuð ódýrum búnaði til kvikmyndagerðar. Það má segja að stuttmyndir gegni hlutverki nafnspjalds fyrir kvikmyndaiðnaðinn en þær hafa mjög ólíka þýðingu fyrir kvikmyndagerðamenn. Sumir nota þær t.d. fyrst og fremst til að auglýsa verk sín svo þeir geti fjármagnað stærri verkefni síðar. Sumir geta vissulega hagnast eitthvað á stuttmyndagerð en ég held að stuttmyndin sé listform sem er erfitt að markaðsvæða. Hún er svolítið eins og smásagan,“ segir hún.

Nánar er fjallað um kvikmyndahátíðina í Viðskiptablaðinu. Jafnframt er þar rætt við Eyþór Jóvinsson og mynd hans Sker, sem nýverið var valin til þátttöku í alþjóðlegri stuttmyndasamkeppni á kvikmyndahátíðinni. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Tribeca  • Eyþór Jóvinsson  • Sharon Badal  • Tribea