*

Veiði 14. október 2014

Enn von á laxi

Enn er verið að veiða lax þótt komið sé fram í október.

Þó að komið sé fram í október er enn verið að veiða lax. Veitt er í stóru hafbeitaránum á Suðurlandi, Eystri- og Ytri-Rangá út mánuðinn.

Veiðin í Ytri-Rangá hefur verið mjög góð upp á síðkastið og veiddust til dæmis 114 laxar í ánni vikuna 24. september til 1. október. Í sömu viku veiddust 33 laxar í Eystri-Rangá, þannig að veiðimenn eru líka enn að fá hann þar.

Auk þessara tveggja stóru áa er enn hægt að fara í laxveiði í Affallinu í Landeyjum þar sem tæplega 400 laxar hafa veiðst í sumar og Þverá í Fljótshlíð sem hefur skilað um 170 löxum.

Stikkorð: Laxveiði  • Eystri-Rangá  • Ytri-Rangá