*

Sport & peningar 2. nóvember 2018

Enski boltinn fer af Stöð 2 Sport

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu mun ekki lengur vera sýnd á Stöð 2 Sport frá og með næsta keppnistímabili.

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu mun ekki lengur vera sýnd á Stöð 2 Sport frá og með næsta keppnistímabili en sjónvarpsstöðin hefur haft sýningarréttinn á sínum snærum frá árinu 2007. Útboði á sýningarrétti ensku úrvalsdeildarinnar lauk í vikunni. Vísir greinir frá þessu.

Vefsíðan Fótbolti.net greinir frá því að samkvæmt þeirra heimildum sé enski boltinn á leið í Sjónvarp Símans. Sýn hf. sem er eigandi Stöðvar 2 Sports, tók þátt í útboðinu og lagði fram tilboð sem var umtalsvert hærra en virði þess samnings sem nú er í gildi og rennur út eftir tímabilið. Annar aðili bauð hins vegar betur og því mun enski boltinn færa sig um set á næsta tímabili. 

„Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna," sagði Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla á Sýn, í samtali við Vísi. 

Stikkorð: Síminn  • enska úrvalsdeildin  • Sýn  • sýningarréttur
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is