*

Sport & peningar 6. nóvember 2018

Enski boltinn til Símans

Síminn hefur staðfest orðróm síðustu daga um að Síminn hafi tryggt sér sýningaréttinn á enska boltanum.

Síminn hefur staðfest orðróm síðustu daga um að Síminn og Enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá Ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil.

„Við erum afskaplega stolt að hafa náð þessu frábæra sjónvarpsefni til Símans. Enska úrvalsdeildin er eitt vinsælasta sjónvarpsefni landsins og við erum spennt að kynna nýjungar til leiks sem ekki hafa verið í boði áður eins og t.d. 4K útsendingar. Það ætti einnig að gleðja aðdáendur enskrar knattspyrnu að við munum sýna um 15% fleiri leiki í beinni útsendingu en er gert í dag“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans.

„Við bjóðum Símann hjartanlega velkomin í hóp samstarfsaðila okkar næstu þrjú tímabilin. Við hlökkum til að vinna með Símanum að gera upplifun aðdáenda enska boltans á Íslandi enn betri" segir Richard Scudamore framkvæmdastjóri Ensku Úrvalsdeildarinnar.

Stikkorð: Síminn  • Enski boltinn