*

Sport & peningar 16. september 2012

Ensku liðin verðmætust

Aðeins tvö spænsk lið komast á lista yfir 20 verðmætustu félög heims.

Enska liðið Manchester United er verðmæt­asta knattspyrnulið heims skv. lista Forbes en verðmæti félagsins er talið um 2,2 milljarðar Bandaríkjadala.

Real Madrid og Barcelona eru númer tvö og þrjú á listanum og einu spænsku liðin sem komast á lista yfir 20 verðmætustu félög heims.

Á þeim lista eru sex lið frá Englandi og samanlagt verðmæti þeirra er um 5,9 milljarðar dala.

Stikkorð: Manchester United  • Barcelona  • Real Madrid