*

Matur og vín 29. apríl 2014

Er aftur orðinn besti veitingastaður í heimi

Danski veitingastaðurinn hefur náð titlinum á ný. En hann er enn „aðeins" með tvær Michelin stjörnur.

Danski veitingastaðurinn Noma er aftur orðinn besti veitingastaður í heimi samkvæmt breska tímaritinu Restaurant Magazine. Staðurinn leggur áherslu á skandinavíska rétti og hráefni og er til húsa á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn.

Er þetta í fjórða sinn sem Noma er valinn besti veitingastaðurinn. Í fyrra varð spænski veitingastaðurinn El Celler de Can Roca valinn bestur.

Matargagnrýnandi Viðskiptablaðsins skrifaði um Noma í fyrra í sérblaðið Eftir vinnu. Þar var m.a. fjallað um stríð Noma að fá þriðju Michelin stjörnuna, en staðurinn er „aðeins" með tvær.

Hér má sjá útdrátt úr greininni, þar sem er fjalla um mosa og lifandi rækjur.

Stikkorð: Noma