*

Sport & peningar 30. apríl 2016

Er Conor orðinn stærri en UFC?

Íþróttaheimurinn fór á hliðina í síðustu viku þegarConor McGregor tilkynnti að hann hefði ákveðið að leggja hanskana á hilluna.

Alexander Freyr Einarsso

McGregor hefur undanfarin ár verið skærasta stjarna UFCbardagadeildarinnar og öðlast heimsfrægð fyrir skrautlega framkomu sína og frábæra bardaga. Örfáum dögum síðar birti McGregor yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki vera hættur en að hann hafi ekki haft tíma né áhuga á því að fljúga til Las Vegas til að kynna næsta bardaga sinn.

Vill fá frí frá fjölmiðlafárinu

Ákvörðun McGregors kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í ljósi þess að hann átti að berjast aftur við Nate Diaz, fyrsta manninn til að leggja hann af velli, á stærsta bardagakvöldi UFC frá upphafi 9. júlí næstkomandi í Las Vegas. Í kjölfarið ákvað Dana White, forseti sambandsins, að draga hann úr keppni og hótaði jafnframt að svipta hann fjaðurvigartitlinum ef hann væri í raun hættur.

Í kjölfar þess að McGregor dró upphaflega ákvörðun sína til baka setti hann inn færslu á Twitter þar sem hann sagðist aftur vera kominn á UFC 200 kortið og þakkaði White fyrir að hafa leyst ágreininginn. Sjálfur harðneitaði White að slík ákvörðun hefði verið tekin og hafði hann ekki hugmynd um hvers vegna McGregor setti inn þetta tíst. Ef Dana White væri ekki þegar sköllóttur væri Conor McGregor örugglega búinn að gera hann gráhæðan undanfarna daga.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: UFC  • Conor McGregor