*

Hitt og þetta 8. febrúar 2005

Er Gmail að undirbúa formlega opnun?

Notendur Gmail.com, póstþjónustu Google.com, hafa á undanförnum dögum orðið varir við að þeir geta nú boðið 50 manns að fá netfang hjá þjónustunni. Hingað til hefur Gmail verið rekið á tilraunagrunni og hafa notendur getað boðið allt að 6 öðrum Netverjum að fá netfang. Þessi skyndilega aukning bendir til þess að nú séu forráðamenn Google að íhuga formlega opnun þjónustunnar.

Gmail.com er mótleikur Google gegn póstþjónustum á borð við Hotmail.com sem nú er í eigu Microsoft. Google bætir hins vegar um betur og býður sínum notendum allt af 1GB geymslurými fyrir póst meðan Hotmail hefur hingað til verið takmarkað við 2MB. Microsoft hefur svarað þessu með því að auka við geymslurými notenda í Norður-Ameríku.