*

Ferðalög 4. júní 2013

Er læknir um borð?

Svarið við spurningunni: „Er læknir um borð?“ er í helmingum tilfella: „Já!" samkvæmt nýrri rannsókn.

Miklar líkur eru á því að lifa veikindi af í miðju flugi samkvæmt einni stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á veikindum farþega í háloftunum.

Í rannsókninni er skoðað hvað gerist þegar farþegi veikist alvarlega um borð í flugvél. Af 2,75 milljörðum farþega á hverju ári veikjast 44 þúsund manns. Í fæstum tilfellum þarf að beina flugvélinni annað vegna veikindanna.

Alls konar tölfræði var skoðuð og þetta kom í ljós:

Líkurnar á alvarlegum veikindum um borð í flugvél eru 1 á móti 604 flugferðum eða 16 farþegar á móti 1 milljón farþega.

Í aðeins 7% tilvika þurfti vélin að lenda á næsta flugvelli.

Í 48% tilvika var læknir um borð. Í 28% tilvika voru hjúkrunarfræðingar eða aðrir heilbrigðisstarfsmenn um borð. Í aðeins 33% tilvika þurftu flugfreyjur eða flugþjónar að hlúa að sjúklingunum sjálf.

Algengustu kvillarnir: Svimi eða yfirlið (37%), öndunarerfiðleikar (12%) eða uppköst og ógleði (10%). 

Fréttasíðan Stuff.co.nz segir frá málinu í dag. 

Stikkorð: Flug  • Veikindi