*

Tölvur & tækni 3. febrúar 2013

Er Microsoft að missa af lestinni á hinni nýju öld?

Hugbúnaðarrisinn virðist talsvert utanveltu í nýju tölvubyltingunni. Það þarf hann að laga strax.

Microsoft hefur á margan hátt glatað forystuhlutverki sínu á tölvumarkaðnum upp á síðkastið. Fyrst og fremst horfa menn til þeirrar byltingar, sem orðið hefur með nýjungum á borð við snjallsíma og spjaldtölvur, sem Microsoft missti nánast af.

Tilraunir tölvurisans til þess að komast þar að á eigin forsendum hafa til þessa gengið illa. Windows 8 þykir misheppnað og hafa hálfkarað viðmót. Eins voru viðtökurnar við Surface-tölvunni mun dræmari en vonast hafði verið til, en það er raunar að miklu leyti rakið til þessa slappa og klofna stýrikerfis.

Nú er ósennilegt að Microsoft vilji taka tölvuframleiðslu til sín í líkingu við Apple, en hitt blasir við að fyrirtækið ætlar sér aukinn hlut í vélbúnaðarþróun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Microsoft