*

Veiði 26. október 2013

Er talan 8 undratalan?

Þorsteinn Þorsteinsson frá Skálpastöðum telur toppa koma fram í laxveiði á tíu ára fresti. Bestu árin endi á tölunni 8.

Menn eru alltaf að reyna að finna einhverja rökræna skýringu á laxveiði. Þorsteinn Þorsteinsson frá Skálpastöðum varpar fram athyglisverðri tilgátu í samtali við Viðskiptablaðið. Hann segist hafa tilfinningu fyrir því að topparnir í laxveiði séu á tíu ára fresti. Ef laxveiðin í gegnum árin sé skoðuð komi dálítið athyglisvert í ljós.

Þau ártöl sem veiðin hafi verið best endi oft á tölunni 8. Þannig hafi árin 1978, 1988, 1998 og 2008 allt verið frábær laxveiðiár. Hann segir að á móti séu ártölin sem endi á 2,3 og 4 oft léleg.

„Sumarið núna var auðvitað brot á þessari reglu enda er þetta ekki viður­ kennt lögmál,“ segir Þorsteinn.