*

Menning & listir 13. júlí 2014

Er þörf á byltingu í ríkisrekstri?

Ný bók eftir ritstjóra og aðstoðarritstjóra The Economist fjallar um þörfina á því að endurhugsa vestrænan ríkisrekstur.

Kári Finnsson

Það er auðvelt að hrífast með byltingaranda, rétt eins og stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama gerði sumarið 1989 þegar hann lýsti yfir „endalokum sögunnar“ í frægri ritgerð sinni. Eftir fall Berlínarmúrsins virtist það augljóst mál að til langs tíma litið myndi frjálsræði og lýðræði af vestrænni forskrift smitast um alla heimsbyggðina. Raunin er hins vegar sú að enginn getur spáð fyrir um framvindu sögunnar. Til vitnis um takmarkaða forspá Fukuyama erum við Íslendingar, 25 árum eftir að hann lýsti yfir hnattrænni leitni til vestræns frjálsræðis, búin að skrifa undir fríverslunarsamning við einræðisríki í austri sem stefnir í átt til þess að vera með stærra hagkerfi en Bandaríkin.

Á síðustu 25 árum hefur Kína gengið í gegnum örar breytingar. Afraksturinn er ríkisrekinn kapítalismi þar sem lýðræði og frjálsræði almenna borgara er fótum troðið í takt við síaukinn hagvöxt kínverska hagkerfisins.

Rétt eins og Kínverjar vildu endurreisa athafnalíf sitt á sínum tíma vilja þeir nú gjörbylta ríkisvaldi sínu í átt til aukinnar hagkvæmni. En í dag álíta þeir sem svo að ekki sé hægt að læra jafn mikið af vestrænu stjórnarfari og þeir lærðu af vestrænum kapítalisma. Nú leita Kínverjar ekki til Bandaríkjanna og Bretlands til að finna besta mögulega stjórnkerfið heldur eru nágrannar þeirra í Síngapúr og nágrannar okkar í Svíþjóð mun líklegri fyrirmyndir.

Í nýrri bók eftir John Micklethwait og Adrian Wooldridge, ritstjóra og aðstoðarritstjóra The Economist, The Fourth Revolution, er þetta undarlega ástand tekið fyrir og leitast er við að kanna hvað hefur farið úrskeiðis í vestrænum ríkisrekstri.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.