*

Heilsa 29. september 2013

Erla Ósk: Draumur að æfa í náttúrunni

Markaðsstjóri Handpoint segist stunda fjallgöngur á sumrin því þá geti hún verið úti í náttúrunni.

Lára Björg Björnsdóttir

Ég elska að vera úti í náttúrunni og þess vegna stunda ég fjallgöngur á sumrin," segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Handpoint um uppáhaldshreyfinguna sína.

„Ég byrjaði hins vegar nýlega að æfa krossfit í Elliðaárdalnum en það er hreyfing sem hentar mér vel og ekki skemmir fyrir að mér finnst þetta hrikalega skemmtilegt og umhverfið er fallegt. Það er algjör draumur að æfa í miðri náttúruparadís." En það er ekki bara hreyfingin sem á hug Erlu Óskar þegar hún hugar að heilsunni. „Fyrir mig skiptir mataræðið mestu máli. Ég tek þá ákvörðun á hverjum degi að velja heilsusamlegan mat, fyrst og fremst til að líða vel og vera heilbrigð."

Stikkorð: Handpoint  • Hreyfing