*

Bílar 13. febrúar 2015

Draumabíll Ernu er BMW i8

Erna Gísladóttir forstjóri BL er spennt fyrir rafmagnssportbílnum frá BMW.

„Ég keyri á BMW X5 núna en hann er með þeim nýjustu hjá okkur, það er alltaf gaman að vera á nýjustu módelunum. X5-inn er mjög kraftmikill og það er gaman að stíga létt á pinnann þegar aðstæður gefa tækifæri til enda er hann fljótur upp með tri-turbo vél og næstum 400 hestöfl,“ segir Erna Gísladóttir, forstjóri BL, í samtali við Viðskiptablaðið þegar hún er spurð hvers konar bíl hún noti þessa stundina.

Erna segir hins vegar erfitt að velja draumabílinn þegar hægt er að velja úr svo mörgum skemmtilegum bílum frá jafnmörgum bílaframleiðendum. „Ætli draumabílinn væri ekki þessa stundina BMW i8 rafmagnsbíll, ég sá hann um daginn og er hann algjört æði.“

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Bílar sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

BMW i8: