*

Hitt og þetta 12. maí 2013

Ert þú ríkari en þú heldur?

Á vefsíðunni „Global Rich List“ geta áhugasamir komist að því hvar þeir standa í tekjustiganum á heimsvísu.

„The Global Rich List“ er heimasíða þar sem einstaklingum gefst kostur á að slá inn árstekjur sínar og sjá hversu há árslaun þeirra eru í samanburði við aðra í heiminum. Vefsíðan sér meira að segja um umreikning á gjaldmiðli svo ekki þarf nema að margfalda mánaðarlaun sín með tólf og skrá launin í þar til gerðan glugga á síðunni. Rétt er þó að taka fram að um óvísindalega athugun er að ræða.

Þannig má til að mynda sjá að manneskja sem hefur 400 þúsund krónur í mánaðarlaun er í hópi allra ríkustu einstaklinga heims - eða hins víðkunna 1%-hóps. Einstaklingur sem hefur 300 þúsund krónur í mánaðarlaun tilheyrir þeim 2% sem eru tekjuhæst í heiminum.

Áhugasamir geta kannað launastöðu sína hér.

Stikkorð: Tekjur