*

Matur og vín 24. janúar 2013

Ertu að fara til London?

Ef þú ert á leið til London þá skaltu fyrir alla muni halda áfram að lesa.

Ef þú ert ekki að fara fet skaltu líka halda áfram að lesa en við vörum við því að garnirnar gætu farið að gaula. 

Travel and Leisure hefur tekið saman lista með bestu veitingastöðunum í London.

Listinn er fjölbreyttur og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Viltu pylsu? Veitingastaðurinn Bubbledogs býður upp á gúrme pylsurétti. Röðin fyrir utan staðinn nær víst niður alla götuna.

Á veitingastaðnum Ceviche er hægt að fá sér grillaðan kolkrabba að hætti Perúmanna og skola honum niður með góðum kokteil en staðurinn er rómaður fyrir fjölbreytt úrval af kokteilum. 

Gamli góði hamborgarinn klikkar ekki á Honest Burgers Soho en þeir eru frægir fyrir að nota North Yorkshire hakk.  

Stikkorð: London  • Veitingastaðir  • Matur