*

Ferðalög 31. janúar 2013

Ertu að fara til San Francisco?

Klæddu þig þá áður en þú ferð út að spássera.

Borgarráð San Francisco hefur staðfest bann við nekt á götum borgarinnar, opinberum stöðum og í almenningssamgöngum. Þetta kemur fram á vefsíðu Reuters

Hluti borgarbúa og þá einna helst verslunareigendur hafa fagnað banninu á meðan aðrir íbúar eru minna sáttir.

Íbúar Castro hverfisins, sem margir hverjir vilja ganga um berir, segja bannið vera brot á rétti þeirra til að tjá sig pólitískt. Þessari túlkun á nekt hafna borgaryfirvöld og þar við situr. 

Refsing eru fjársektir í fyrstu tvö skiptin, 100 og 200 dollarar, en ef viðkomandi þráast við og er staðinn að verki í þriðja skipti má hann búast við eins árs fangelsi og 500 dollara sekt.

Stikkorð: ferðalög  • Nekt