*

Matur og vín 15. júlí 2013

Ertu að fara út að borða? Lestu þá þetta

Fallegt fólk fær betra borð, svartur listi yfir dónalega kúnna og of dýr vín. Þessi atriði má finna á lista yfir leyndardóma veitingastaða.

Algengast er að fólk velji næstódýrasta vínið á vínlistanum þegar farið er á veitingastað. Og hvað gera eigendur þá? Jú, þeir verðleggja vínið of hátt miðað við gæði til græða sem mest.

Þetta atriði og fleiri má finna á lista sem The Daily Mail birtir á vefsíðu sinni. Listinn var settur þannig saman að teknar voru upplýsingar frá eigendum veitingastaða, kokkum og yfirþjónum víðs vegar um Bretland.

Annað atriði sem finna má á listanum er réttur dagsins. Oft er hann „réttur dagsins" því eldhúsið er að reyna að losna við ákveðna matartegund. Og hvað er gert við vínflöskuna sem gestir klára ekki? Hún er notuð til að selja stök vínglös daginn eftir.

Á listanum kemur einnig fram að betri veitingastaðir halda skrá yfir dónalega kúnna og neita þeim gjarnan um borð komi þeir aftur á veitingastaðinn. Og oft er slef úr kokkum í matnum vegna þess að þeir nota sömu skeiðina til að smakka sósur og aðra hluti sem þeir matreiða. 

Verði ykkur að góðu. 

Stikkorð: Veitingastaðir  • Matur  • Vonbrigði  • Örvænting  • Leyndardómar