*

Heilsa 12. febrúar 2013

Ertu andvaka? Forðastu þá þessar matartegundir

Nýjar rannsóknir sýna að fólk sem á við svefnvandamál að stríða ætti að forðast ákveðnar matartegundir.

Það er löngu vita að svefnvandamál tengjast andlegum þáttum eins og stressi og þunglyndi.

En nú er vitað að meltingin og vandamál tengd henni spila stærra hlutverk þegar kemur að góðum nætursvefni en áður var talið. Fjallað er um málið á vefsíðunni Health 24.

Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru á Mayo heilsuverndarstöðinni þá eru sterk tengsl á milli svefnvandamála og meltingarvandamála, brjóstsviða og iðrabólgu.

Ef fólk á erfitt með að sofna eða hrekkur oft upp á nóttu ætti það að forðast þennan mat: 

  • Beikon
  • Ostur
  • Sætindi
  • Skinka
  • Tómatar
  • Koffein drykkir
  • Mikill vökvi
  • Steiktur matur
  • Kryddaður matur

Fyrir góðan nætursvefn er gamla góða flóaða mjólkin engin mýta. Í mjólk er efni sem heitir tryptophan en það hjálpar líkamanum að búa til melatónín sem er hormónið sem hjálpar okkur að sofa. Hunang, kalkúnn, eggjahvítur og túnfiskur inniheldur einnig tryptophan.

Góða nótt. 

Stikkorð: Heilsa  • Matur