*

Hitt og þetta 3. maí 2013

Ertu matarfíkill? Taktu próf

Fyrir þau sem hugsa stöðugt um mat, borða þó þau séu orðin södd og ljúga til um átið gæti verið pæling að taka próf. Matarfíklapróf.

Nýjar rannsóknir sýna að matarfíkn og eiturlyfjafíkn eru ekki ólíkar fíknir að því leyti að þær hafa báðar áhrif á heilastöðvarnar sem hafa með ánægju og sjálfstjórn að gera. The New York Times segir frá málinu á síðu sinni hér

Vísindamenn deila þó enn um hvort matarfíkn sé í raun fíkn. Rannsakendur hjá Yale háskóla hafa þó fundið upp skala sem gæti gefið til kynna hvort manneskja sýni ákveðin merki um að hún eigi í fíklasambandi við mat.

Hér er prófið fyrir ykkur sem eruð forvitin. 

Stikkorð: Sjálfstjórn  • Matarfíkn