*

Hitt og þetta 30. júlí 2013

Ertu skarpari en skólakrakki...fyrir eitt hundrað árum?

Börn í gamla daga þurftu að kunna eitt og annað. Á meðfylgjandi mynd má sjá próf fyrir 8. bekk síðan 1912 í Kentucky í Bandaríkjunum.

 Fyrir ykkur sem teljið ykkur klár hvernig væri þá að taka próf fyrir 8. bekkinga? Frá því 1912 í Bandaríkjunum?

Myndin hér að ofan er af prófi frá Bullitt County skólanum í Kentucky í Bandaríkjunum. Prófið er síðan 1912 og var lagt fyrir 8. bekk. Nemendur eru meðal annars beðnir að nefna borgir sem liggja að Ohio-ánni og nefna þrjú stærstu fylki Bandaríkjanna í stærðarröð. Þá eru þau beðin að nefna höfin á sjóleiðinni frá Englandi, í gegnum Súez-skurðinn og til Manila á Filippseyjum. Þau þurfa einnig að kunna skil á lifrinni og bera stærð hennar saman við önnur líffæri mannslíkamans.  

Prófið þykir heldur þungt og þá sérstaklega spurningarnar tengdar sögu enda einblínt á aðra þætti í sögunni þá en í dag.

Hérna má sjá prófið nánar.

Stikkorð: Skólabörn  • Próf  • Gáfur