*

Heilsa 24. febrúar 2013

Ertu þunglynd(ur) eða kvíðin(n) ? Tangó er svarið

Nýjustu rannsóknir sýna að Tangó dans hefur góð áhrif á þau sem þjást af þunglyndi, kvíða og svefnleysi.

Tangó hefur reynst fólki vel sem þjáist af þunglyndi, kvíða og svefnleysi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Rhonda Brown frá Australian National University og Rosa Pinniger frá The University of New England unnu. Stuff.co.nz segir frá málinu á vefsíðu sinni. 

Í ljós kom að samspil hreyfingar, félagslega þáttarins og einbeitingar í dansinum reyndist betri meðferð gegn þunglyndi heldur en hugleiðsla eða önnur líkamsrækt. 

Rannsóknin leiddi líka í ljós að dansinn hentar vel fyrir fólk sem á við hreyfihömlun að stríða eða sjóndapra. Það er vegna þess að í dansinum þurfa tveir einstaklingar að vinna náið saman og annar aðilinn leiðir hinn áfram.  

Stikkorð: Tangó