*

Hitt og þetta 24. júlí 2013

Eru allir milljónamæringar ríkir? Nei er svarið hjá mörgum

Fólk sem á yfir 100 milljónir króna er ekkert endilega á því að það sé ríkt.

Í kringum 70% milljónamæringar sögðust ekki telja sig ríka í könnun sem gerð var hjá UBS. Í könnuninni var talað við 4500 manns sem eiga að minnsta kosti eina milljón dali eða rúmlega 120 milljónir króna. 

Það var ekki fyrr en fólk fór að eiga fimm milljónir dala eða rúmar 600 milljónir króna að það fór að kannast við að vera ríkt. 

Fimm milljónir dala virðast því vera mörkin á því að telja sjálfa(n) ríkan samkvæmt könnuninni. Þá hverfa áhyggjur af fjárhagslegu öryggi fyrir börnin í framtíðinni og fólk þarf ekki að vinna úti frekar en það vill. Sjá nánar á CNN Money.