*

Hitt og þetta 14. nóvember 2013

Eru unglingar að yfirgefa Facebook?

Dagleg notkun unglinga á Facebook hefur minnkað til muna. Þeir eru fljótir að skipta yfir í önnur samskiptaforrit samkvæmt rannsókn.

Fyrr í þessum mánuði viðurkenndi David Ebersman fjármálastjóri Facebook að daglegum notendum hefði fækkað á undanförnum mánuðum og að unglingar væru stór hluti þeirra sem væru minna virk á Facebook.

Þetta styðja niðurstöður rannsóknar GlobalWebIndex en þar kemur fram minni dagleg notkun hjá unglingum á Facebook. Í könnuninni var tölvunotkun unglinga í 30 löndum rannsökuð og í ljós kom að á þriðja ársfjórðungi ársins 2013 hafði dagleg notkun dottið niður um 56%.

Unglingar í Hollandi eru áberandi að hverfa frá Facebook en þeir nota síðuna 52% minna en áður og unglingar í Bandaríkjunum notuðu Facebook 11% minna.

Og hvert eru unglingarnir farnir? Þeir eru til dæmis að nota samskiptaforrit á borð við WeChat, Instagram og Snapchat. Það sem kemur þó á óvart er hversu fljótir unglingarnir eru að skipta um samskiptaforrit.

Á Forbes.com má lesa nánar um málið hér

Stikkorð: Facebook  • Instagram  • Snapchat  • WeChat