*

Sport & peningar 29. ágúst 2012

ESPN greiðir 5,6 milljarða dala fyrir sýningarrétt MLB

ESPN áætlar að kaupa sjónvarpsréttinn af átta tímabilum í bandaríska hafnaboltanum. Auglýsendur einblína á beinar útsendingar.

Bandaríska íþróttasjónvarpsstöðin ESPN mun á næstunni tilkynna um samning sem felur í sér sýningarrétt á leikjum bandarísku MLB deildarinnar í hafnabolta (Major League Baseball). Andvirði samningsins er um 5,6 milljarðar Bandaríkjadala en um er að ræða átta tímabil frá og með árinu 2014.

Frá þessu er greint á vef Forbes tímaritsins en þetta þýðir að ESPN greiðir um 700 milljónir dala fyrir hvert tímabil. Í frétt Forbes kemur fram að áhorf á hafnaboltaleiki vestanhafs hefur staðið í stað síðastliðin ár en að markhópurinn, karlmenn yfir 25 ára, sé þó mjög stöðugur og að ESPN sjái því mikil tækifæri í auglýsingasölu.

Þá kemur fram að auglýsendur hafi í auknum mæli fjárfest í beinum útsendingum leikja þar sem ekki gefst tækifæri til að spóla yfir auglýsingar eins og sagt er. Þetta á að vísu við um flestar íþróttir en hefur orðið til þess að sjónvarpsréttur hefur hækka töluvert að mati Forbes.

Stikkorð: Hafnabolti  • Major League Baseball  • ESPN