*

Tölvur & tækni 27. apríl 2014

E.T. grafinn upp í Nýju Mexíkó

2600 eintök af E.T. tölvuleik voru grafin upp undir landfyllingu í Nýju Mexíkó.

Einhver einkennilegasti fornleifauppgröftur síðustu ára var í gær þegar í kringum 2600 eintökum af tölvuleik sem gerður var í tengslum við kvikmyndina E.T. voru grafin upp undir landfyllingu í Nýju Mexíkó. Greint er frá þessu á fréttavef Xbox leikjatölvunnar. Leikurinn var gerður af leikjafyrirtækinu Atari árið 1982 á mjög stuttum tíma og hlaut vægast sagt mjög dræmar viðtökur þegar hann kom út. Tölvuleikurinn er oft nefndur sem kveikjan að því að tölvuleikjaiðnaðurinn hrundi næstum því á fyrri hluta 9. áratugarins. 

Orðrómur hafði lengi legið fyrir því að Atari hefði ákveðið að grafa öll eftirstandandi eintök leiksins undir landfyllingu en hann fékkst ekki staðfestur fyrr en í gær. Uppgröfturinn var gerður í tengslum við nýja heimildarmynd, framleidda af Xbox Entertainment Studios, sem fjallar um Atari tölvuleikjafyrirtækið. Zak Penn, sem áður hefur komið að gerð handrita X Men 2 og Avengers, leikstýrir myndinni.

Stikkorð: Xbox  • Atari  • E.T.