*

Menning & listir 2. nóvember 2013

Eva Dögg: Ég leit á hana og missti andlitið

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir er höfundur bókarinnar Tísku­ bókin – í stíl við þig. Bókin kemur út nú í byrjun nóvember.

Lára Björg Björnsdóttir

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hefur verið tengd tísku og markaðsmálum allt sitt líf. Hún lærði tísku- og útlitsfræði auk markaðsfræði í Bandaríkjunum og kláraði MBA-próf 2011. Í dag rekur hún vefsíðuna Tiska.is og bíður nú spennt eftir að fyrsta bók hennar, Tískubókin – í stíl við þig, komi úr prentsmiðjunni.

Eva Dögg segist hafa gengið lengi með bókina í maganum. „Móðir mín, hún Edda Björgvins, var kannski kveikjan í upphafi. Hún átti það til að mæta á hina ýmsu viðburði án þess að hugsa nokkuð út í fataval sitt. Hún fór bara í það sem var hreint og fremst í skápnum hverju sinni. Það góða við það var að fólk bara hló og hún komst upp með það: „... oh, Edda Björgvins alltaf að grínast“. En eitt sinn þegar ég var að fara með henni í leikhús á frumsýningu þá stóð hún tilbúin með breitt bros þegar ég kom niður stigann og sagði: „Er ég ekki fín?“ Ég leit á hana og missti andlitið þar sem hún stóð í gömlum karrígulum jogginggalla af mér og í svörtum kúrekastígvélum utan yfir. Ég var þarna á viðkvæmum aldri og hafði ekki húmor fyrir þessu. Mamma sá angistina í augunum á mér og bætti snögglega við hvort hún ætti kannski að setja á sig hálsmen."

Nánar er talað við Evu Dögg í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.