*

Menning & listir 3. nóvember 2013

Eva Dögg: Glansandi jakkaföt sem minna á diskótímabilið

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir er höfundur bókarinnar Tísku­bókin – í stíl við þig. Bókin kemur út nú í byrjun nóvember.

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir kann öll trixin í bókinni þegar klæðaburður og stíll er annars vegar. Hún bíður nú spennt eftir að bók hennar, Tískubókin - í stíl við þig komi út á næstu dögum. 

Eva Dögg lumar á nokkrum góðum ráðum handa fólki í viðskiptum sem vill koma vel fyrir: „Veldu þér föt sem passa vel, klæða vaxtarlag og sem endurspegla þína ímynd. Fallegir og vel pússaðir skór segja ótrúlega mikið og geta í raun fyrirgefið krumpaða skyrtu (næstum því). Skipuleggðu skápinn og fötin þín svo þú vitir hvað þú eigir og hvað passar við hvert tilefni. Veldu fallega vandaða en þó fáa fylgihluti. „Less is more“ í þessum bransa. Fallegar hendur, tennur og líkamslykt skipta máli,“ segir Eva Dögg og springur úr hlátri og segist hljóma eins og Húsfreyjan 1934. „En þetta er bara satt. Ég hef setið marga viðskiptafundi með mönnum með flösu á öxlunum, í jakkafötum sem hafa farið svo oft í hreinsun að þau eru farin að glansa og minna á diskótímabilið.