*

Bílar 29. júní 2014

Evu Laufeyju dreymdi um bleika bjöllu

Í dag er draumabíll Evu Laufeyjar jepplingur, helst í beis lit.

,,Þegar ég var yngri þá var draumabíllinn alltaf Volkswagen bjalla, bleik auðvitað. Það þótti mér það allra flottasta og mér þykir hún reyndar enn afskaplega falleg en ég hugsa að ég myndi ekki kaupa mér bleikan bíl. Draumabíllinn minn í dag er líklega jepplingur, helst í beis lit,‟ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sjónvarpskokkur með meiru.

Eva Laufey segir það vera aðalatriðið að bíllinn sé öruggur en það skemmi ekki fyrir ef hann sé virkilega fagur og með góða hátalara. „Því það er nauðsynlegt að geta spilað almennilega tónlist í bílnum og sungið með. Það er algert lykilatriði. Ég á hins vegar enn eftir að komast að því hvaða gerð þessi draumajepplingur á að vera en það kemur,“ segir hún.

Rætt var við Evu í Bílablaði Viðskiptablaðsins sem kom út á fimmtudaginn. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.