*

Hitt og þetta 15. september 2006

Exista á verðbréfavefinn M5

Á verðbréfavefnum M5 er nú hægt á einum stað að fylgjast með öllu er varðar stöðu Exista á markaði, segir í tilkynningu.

Hægt er að komast beint á upplýsingar um félagið í gegnum slóðina exista.m5.is. Þar er að finna á einum stað tengla á allar innlendar fréttir um félagið, skoða greiningarefni og úttektir, kennitölur, uppgjörsgögn og annað er tengist félaginu á borð við myndir af höfuðstöðvum þess og merki.

Hluthafar og fjárfestar geta einnig fengið SMS skeyti með flestu er varðar Exista á borð við tilkynningu um tiltekna sveiflu í gengi, ábendingar á fréttir og ýmislegt fleira.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is