*

Hitt og þetta 3. nóvember 2004

Explorer tapar markaðshlutdeild

Vafrarnir Mozilla og Firefox halda áfram að kroppa af Microsoft Explorer sem nú er kominn niður í 92.9% markaðshlutdeild. Yfirburðir IE eru augljósir en vafrinn hafði 95.5% hlut á markaðnum í júní þannig að vafrarnir frá Mozilla Foundation eru smátt og smátt að bæta stöðu sína. Þeir höfðu samtals 6% hlutdeild í júní, voru komnir í 5.2% í september og bættu stöðu sína í síðasta mánuði um 0.8%. Opera vafrinn og Safari vafri Apple eru samtals með rétt rúmlega 1%.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.