*

Hleð spilara...
Bílar 7. september 2013

Reynsluakstur: Eyðslugrönn lúxuskerra

Lexus hefur sett á markað kraftmikinn nýjan bíl. Fulltrúi Viðskiptablaðsins settist undir stýri.

Lexus er lúxusarmur Toyota og þar á bæ kunna menn að búa til vel hannaða bíla sem eru hlaðnir lúxusbúnaði. Nýjasta afurðin er Lexus IS 300h sem kemur vel út. Þetta er nýja kynslóð Lexus af meðalstórum lúxusbíl. Hann er með krafta í kögglum en er á sama tíma eyðslugrannur.

Lexus IS 300h tekur við af IS 250 bílnum sem var prýðisgóður bíll í marga staði. Arftakinn er hins vegar enn betri og þá sérstaklega í aksturseiginleikum sem mér finnst mjög góðir. IS 300 h kemur með hybridtækninni sem forverinn hafði ekki og fyrir vikið er hann mun eyðslugrennri. Lexus IS 300h er 8 cm lengri en IS 250 og 1 cm breiðari og hjólhafið hefur lengst um 7 cm sem allt nýtist í aukið aftursætisrými.

Nánar er fjallað um bílinn í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.


Stikkorð: Lexus  • Lexus IS