*

Hitt og þetta 29. júlí 2013

Grikkir selja eyjar sínar

Vegna efnahagsástandsins í Grikklandi er æ algengara að landeigendur selji eyjar sínar. Ein slík verður boðin upp nú í september.

Óbyggð eyja sem liggur rétt undan ströndum Grikklands verður boðin upp á uppboði nú í september. Upphafsverð eru 10 milljónir evra eða tæplega 1,6 milljarður króna.

Eyjan er um hálfum kílómetra undan Halkidiki skaganum sem er mjög vinsæll ferðamannastaður á Grikklandi.

Salan á eyjunni þykir vera vísbending um erfiða stöðu landeigenda í Grikklandi en sala á eyjum í einkaeigu hefur stóraukist þar vegna bágs efnahagsástands. Skattur á landeigendum hefur meðal annars verið hækkaður í von um að bæta stöðuna í efnahagsmálum. 

Uppboðið á eyjunni slær út söluna á sex eyjum þar sem emírinn af Katar, Hamad bin Khalifa al-Thani, en hann borgaði um 8,5 milljónir evra eða rúmlega 1,3 milljarð króna fyrir eyjurnar sex. 

Ektarina Rybolovlev, dóttir rússneska auðkýfingsins Dmitry Rybolovlev, er einnig á meðal efnaðra sem hefur notað tækifærið og fjárfest í eyjum í Grikklandi. Hún keypti eyjuna Skorpios nú í apríl. Skorpios var í eigu Aristotle Onassis og þar giftust þau Jackie Kennedy. Verðið er sagt hafa verið um 100 milljónir evra eða tæpir 16 milljarðar króna, en það hefur ekki fengist staðfest. Sjá nánar á News 24. 

Stikkorð: Grikkland  • Eyjar