*

Ferðalög & útivist 18. júní 2013

Eyjar til leigu fyrir þau sem þrá frið

Ef þú vilt frið og ró í sumarfríinu má alltaf leigja eyju. Skoðum sjö eyjar sem þykja algjörar paradísir þegar slaka skal á í fríinu.

Slagsmál um næsta sólbekk og gólandi stórfjölskylda sem virðist elta þig á röndum getur auðveldlega gert sólarlandaferðina þína að sjóðandi martröð í víti heljar.

Ef þú getur ekki hugsað þér að eyða næsta sumarfríi í að hlusta á hvað einhver börn, sem þú þekkir ekki, sakna bökuðu baunanna heima á Íslandi og fá óumbeðnar ráðleggingar frá ókunnugum Íslendingum hvar ódýrasti bjórinn fæst, leigðu þér þá eyju fyrir næsta sumar.

Hér koma nokkrar tillögur sem CNN hefur tekið saman handa þeim sem þrá frið og frí:

Vomoeyja, Fíji. Leigan á eyjunni kostar um 39 þúsund dali og 90 manns geta gist á eyjunni. 

Isola de Li Galli, Ítalía. Þrettán manns geta gist á eyjunni sem er bara leigð út í viku og viku í senn. Vikuleiga kostar 200 þúsund dali. Penelope Cruz og Javier Bardem hafa gist á eyjunni. 

Guanaeyja, Bresku Jómfrúareyjar. Þú getur boðið rúmlega þrjátíu vinum á þessa eyju sem er rétt hjá Nektareyju sem Richard Branson á. Nóttin fyrir vinahópinn kostar 22 þúsund dali.

Rubondoeyja, Viktoríuvatn, Tansanía. Apar, flóðhestar, gíraffar og fílar rölta um á eyjunni sem tekur á móti fimmtán manna hópum. 

Madivarueyja, Maldíveyjar. Á eyjunni er gist í tjöldum en þau eru lúxustjöld eins og sjá má í myndasafninu hér að ofan. 

Orcaeyja, Alaska. Þó að eyjan sé ekki í hitabeltinu er samt nóg að gera. Skoða má hvali og seli í flæðarmálinu og ganga um fallegu náttúruperluna sem Orcaeyja er. 

Eagleeyja, Georgia, Bandaríkin. Í húsinu á Eagleeyju geta allt að tólf manns gist. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Friður  • Eyjar  • Kyrrð