*

Hitt og þetta 1. desember 2005

Eykt semur við Skýrr

Eykt ehf. hefur undirritað samning við Skýrr hf. um innleiðingu á skjalavistunarkerfinu Erindreka frá Skýrr.

"Þekking er langmikilvægasta byggingarefnið að okkar mati og hún endurspeglast í hugsun, reynslu og kunnáttu þeirra sem að verkum koma. Eykt leggur áherslu á fagmennsku og góða samstarfsaðila og við lítum á fyrirtækið sem þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði. Erindreki frá Skýrr fellur vel að þessum markmiðum og við treystum fyrirtækinu fyrir góðri og öflugri þjónustu," segir Gunnar Valur Gíslason, forstjóri Eyktar í tilkynningu félaganna.

"Eykt leitaði að hagkvæmri og kraftmikilli lausn til að sinna þessum málum og gera fyrirtækinu kleift að fást á einfaldan hátt við flókin og vandasöm verkefni og sífellt meira umfang í rekstri. Erindreki hefur verið sniðinn til að sinna margbreytilegum þörfum atvinnulífsins á þessu sviði," segir Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr.

Innleiðing Erindreka er fljótleg og einföld. Þetta er hagkvæm lausn fyrir stóra sem smáa. Styrkleikar Erindreka felast í öflugri skjalavistunarlausn, málakerfi og margvíslegum kostum á sviði skjalastjórnunar og -vistunar. Einnig má nefna að öll umsýsla kringum viðskiptavini, tengiliði og birgja er leikur einn með þessari lausn.

Erindreki byggir á hinu almenna Windows-umhverfi og Microsoft Office-viðmóti, ásamt Microsoft SharePoint Portal Server, og hefur fullkomna samþættingu við þessi kerfi. Erindreki hefur trausta grunnviði, örugga aðgangsstýringu og keyrir á öflugum gagnagrunni í miðlægu vistunarumhverfi