*

Tölvur & tækni 27. mars 2013

Facebook bætir við reply-takka

Facebook kynnir nýjung á samskiptavefnum vinsæla en það er möguleiki á að svara ummælum beint.

Facebook ætlar að bæta við möguleika í ummælakerfinu við stöðuuppfærslu en það er að svara ummælum beint. CNN segir frá málinu á vefsíðu sinni

Hver kannast ekki við að skrifa stöðuuppfærslu og fá mörg ummæli við uppfærsluna. Annað hvort er fólk að rökræða/rífast eða grína. Stundum vill sá sem setur stöðuuppfærsluna svara ákveðnum ummælum en það getur verið flókið þegar önnur ummæli skipta tugum og því kemur svarið við ummælunum löngu neðar á þræðinum.

En nú er þetta vandamál úr sögunni því nú verður hægt að ávarpa viðkomandi vin beint við hans ummæli. Og því meiri viðbrögð sem ákveðin ummæli fá því ofar fara þau á þráðin. Ummæli sem enginn bregst við fara neðar á þráðinn. Þetta sigtar út ummæli sem eru ekki svaraverð.

Þetta er einstaklega heppilegt fyrir notendur sem eiga mörg þúsund vini og fá jafnan mörg ummæli við stöðuppfærslum.