*

Tölvur & tækni 12. maí 2012

Facebook fylgist með þér

Facebook hefur ávallt safnað miklum upplýsingum um breytni notenda sinna, en kaupin á Instagram hafa aukið áhyggjurnar.

Andrés Magnússon

Það er langt síðan bent var á að hinn leitandi almenningur væri ekki viðskiptavinir Google, þeir væru varan sem leitarrisinn seldi hinum eiginlegu viðskiptavinum: auglýsendum. Hið sama er upp á teningnum hjá Facebook, sem ekki aðeins safnar ógrynnum af upplýsingum um alla notendur og hvað þeir aðhafast, heldur áskilur sér allan rétt til þess að notfæra sér þær.

Á dögunum keypti Facebook hins vegar myndamiðilinn Instagram fyrir sléttan milljarð dala, og það ásamt ýmsum innkaupum öðrum hefur aukið áhyggjurnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Facebook  • Instagram