*

Tölvur & tækni 25. maí 2012

Facebook gefur út mynddeiliforrit

Forritið mun keppa við Instagram sem Facebook keypti þó nýlega.

Fyrir aðeins fáeinum vikum tilkynnti Facebook að þeir hyggðust ætla yfirtaka mynddeiliforritið Instagram fyrir 1 milljarð bandaríkjadollara. Í tilkynningu Facebook kom fram að þeir höfðu engar áætlanir um að loka Instagram heldur myndi Facebook hjálpa starfsfólki Instagram að þróa forritið áfram og leyfa því að dafna.

Í gær gaf Facebook út mynddeiliforritið Facebook Camera. Forritið er ekki ósvipað Instagram að því leyti að hægt er að taka myndir, setja myndirnar í nýjan búning og svo loks deila meðal vina þinna á Facebook. Forritið er beintengt Facebook þannig myndirnar sem þú deilir á Facebook Camera fer beint á sjálft Facebook.

Þrátt fyrir ýmsa sameiginlega hluti þá eru nokkrir hlutir sem skilja forritin tvö að. Stærsti munurinn eru hin svokölluðu ,,hashtags“ sem bæði Instagram og Twitter-notendur ættu að vera þaulvanir. Með því er hægt að flokka myndirnar eftir vissum viðburðum eða málefnum.
Í Instagram þarftu sérstaklega að vera skráðu til þess að fá aðgang að myndunum en á Facebook Camera skráirðu þig einfaldlega inn á Facebook-ið þitt.

Hægt er að ná í forritið fyrir iOS.

Stikkorð: Instagram  • Facebook Camera